Klár og hrein tengsl Icesave og ESB

Ásmundur Einar Daðason á aðalfundi Heimssýnar um síðustu helgi.
Ásmundur Einar Daðason á aðalfundi Heimssýnar um síðustu helgi. mbl.is/Kristinn

Ásmund­ur Ein­ar Daðason, þingmaður Vinstri grænna, sagði á Alþingi í dag, að í hans huga væru klár og hrein tengsl, þótt óbein séu, á milli Ices­a­ve-máls­ins og Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Eins og ég les í þessi spil finnst mér málið liggja þannig: Ísland sæk­ir um lán til Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Í þeim lána­samn­ing­um er kveðið á um að ljúka skuli Ices­a­ve. Í nor­rænu lána­samn­ing­un­um er kveðið á um að við eig­um að stand­ast end­ur­skoðun Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins. Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn vill ekki setja af stað end­ur­skoðun hér fyrr en búið er að ganga frá Ices­a­ve og þar af leiðandi liggja nor­rænu lán­in í frosti þangað til. Síðan eru það Bret­ar og Hol­lend­ing­ar, með Evr­ópu­sam­bandið sér við hlið, sem hóta  því að stöðva af­greiðslu láns­ins frá AGS. Þannig að í mín­um huga eru klár og hrein og skýr tengsl Evr­ópu­sam­bands­ins við Ices­a­ve-málið með þess­um hætti," sagði Ásmund­ur Ein­ar.

Árni Þór Sig­urðsson, þingmaður VG, sagði að menn mættu ekki gleyma því, að Íslend­ing­ar beri ábyrgð á Ices­a­ve-skuld­bind­ing­um. „Það voru Íslend­ing­ar sem fóru út í heim, stofnuðu til þess­ara skuld­bind­inga og lögðu á okk­ar herðar," sagði Árni Þór.

Birg­ir Ármanns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, að ábyrgð ein­stakra manna á Íslandi á Ices­a­ve leiddi ekki til þess, að hægt sé að samþykkja hvaða sam­komu­lag við Breta og Hol­lend­inga sem er í þessu máli. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert