Mynd Íslendings um Makedóníu veldur uppnámi í Grikklandi

Kvikmyndagerðarhópurinn í Makedóníu.
Kvikmyndagerðarhópurinn í Makedóníu.

Fjölmiðlar í Makedóníu fullyrða að grísk stjórnvöld hafi beitt sér gegn því að ný kvikmynd íslenska kvikmyndagerðarmannsins Sigurjóns Einarssonar um Makedóníu yrði sýnd á vegum sendiráðs Íslands í Washington. 

Að sögn vefjarins MTnet sagði sjónvarpsstöðin Kanal 5 frá því í gærkvöldi, að grískir sendimenn hefðu komið því á framfæri við íslenska sendiherrann að grísk stjórnvöld myndu  beita sér gegn aðildarumsókn Íslands að Evrópusambandinu yrði myndin sýnd. 

Sigurjón Einarsson er búsettur í Noregi. Mynd hans, A Name is a Name, fjallar um ferðir hans á  mótorhjóli um Makedóníu. Á heimasíðu myndarinnar segir að hún sé um þjóð, sem haldið sé í gíslingu vegna nafns landsins. Er þar vísað til langvinnrar deilu Grikkja og Makedóníu en Grikkir benda á að hérað í Grikklandi heiti Makedónía og þeir vilja því ekki viðurkenna rétt nágrannaríkisins til að heita þessu nafni.

Heimasíða A Name is a Name

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert