Svæðisútvarpsstöðvar sameinaðar

Svæðisútvarpið á Austur- og Norðurlandi sameinað
Svæðisútvarpið á Austur- og Norðurlandi sameinað mbl.is/Ómar

Ákveðið hef­ur verið að sam­eina út­send­ing­ar svæðis­stöðva Rík­is­út­varps­ins á Norður­landi og Aust­ur­landi. Nýr frétta- og dæg­ur­málaþátt­ur hef­ur göngu sína þriðju­dag­inn 24. nóv­em­ber, send­ur út á svæðinu frá Hrútaf­irði til Horna­fjarðar. Útsend­ing­in leng­ist frá því sem nú er og verður frá kl. 17:20 til 18:00, mánu­daga til föstu­daga. Það þýðir að nú bæt­ast mánu­dag­ar við svæðisút­send­ing­ar á Aust­ur­landi.

Jafn­hliða sam­ein­ingu svæðisút­send­inga á Norður- og Aust­ur­landi hef­ur göngu sína nýr frétta­tími  kl. 11 á morgn­ana á Rás2. Frétt­irn­ar verða sagðar frá Ak­ur­eyri og lögð áhersla á frétt­ir frá öll­um svæðis­stöðvum Rík­is­út­varps­ins og frétta­rit­ur­um um land allt.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert