Fjármagnsskattur hækkar í 18%

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kynna skattaáform stjórnarinnar.
Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kynna skattaáform stjórnarinnar. mbl.is/Golli

Ein­stak­ling­ar sem eru með und­ir 270 þúsund krón­ur í tekj­ur og hjón með und­ir 540 þúsund í sam­an­lagðar tekj­ur munu á næsta ári greiða lægri tekju­skatt en þau gera nú sam­kvæmt til­lög­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Fjár­magns­skatt­ur hækk­ar úr 15% í 18% með 100 þúsund króna frí­tekju­marki vaxta­tekna á ári.

Tekið verður upp þriggja þrepa skatt­kerfi. Þeir sem eru með tekj­ur yfir 650 þúsund krón­ur greiða 33% tekju­skatt. Þeir sem eru með tekj­ur á bil­inu 200-650 þúsund greiða 27% á tekj­ur og þeir sem eru með und­ir 200 þúsund krón­ur greiða 24,1% tekju­skatt. Ofan á þetta bæt­ist síðan á út­svar sem sveit­ar­fé­lög­in leggja á. Meðal­útsvar er nú 13,1%.

Í fjár­laga­frum­varp­inu er gert ráð fyr­ir því að tekju­skatt­ur á ein­stak­linga skili rík­is­sjóði 143,5 millj­örðum króna í tekj­ur á næsta ári sam­an­borið við tekj­ur í ár að fjár­hæð 106,7 millj­arða króna. Á blaðamanna­fundi með  Stein­grími J. Sig­fús­syni, fjár­málaráðherra og Jó­hönnu Sig­urðardótt­ur, for­sæt­is­ráðherra, kom fram að við nán­ari út­reikn­inga og at­hug­an­ir hafi komið í ljós að ekki þótti raun­hæft að stefna að svo mik­illi tekju­aukn­ingu. 

Sam­an­lagðar tekj­ur af al­menn­um tekju­skatti ein­stak­linga og fjár­magn­s­tekju­skatti verða vænt­an­lega um 117 millj­arðar króna á næsta ári. 

Kom fram á blaðamanna­fund­in­um að um ríf­lega fjórðungs minni hækk­un skatta sé að ræða held­ur en lagt var til í fjár­laga­frum­varp­inu. Í  þeim til­fell­um þar sem ein fyr­ir­vinna fjöl­skyldu hef­ur yfir 650 þúsund krón­ur í mánaðar­tekj­ur er mögu­leiki á að sækja um að flytja hluta tekna í lægra skattþrep.

Skatt­leys­is­mörk hækka úr um 113 þúsund krón­um í tæp­ar 119 þúsund krón­ur miðað við þær álagn­ingar­pró­sent­ur sem nú eru til skoðunar.

Sem dæmi var nefnt á blaðamanna­fund­in­um að ein­stak­ling­ur sem er með 180 þúsund krón­ur í brúttó­laun á mánuði greiði nú 12,8% af tekj­um sín­um í skatta. Eft­ir breyt­ing­una greiði viðkom­andi 11,6% í skatt.

Hjón sem eru með 350 þúsund krón­ur hvort í mánaðalaun, alls 700 þúsund krón­ur í mánaðalaun greiði nú 26,2% af tekj­um sín­um í skatt en eft­ir breyt­ing­ar greiði þau 26,9%, 0,7% meira en í nú­ver­andi kerfi.

Hjón sem eru með 700 þúsund krón­ur á mánuði hvort um sig, alls 1400 þúsund krón­ur á mánuði greiða nú 32,5% af tekj­um sín­um í skatta (tekju­skatt og út­svar). Eft­ir breyt­ing­arn­ar munu þau greiða 34,8% af tekj­um sín­um í skatta, 2,3% meira en nú.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert