Þriggja þrepa vsk

Einar Karl Haraldsson, upplýsingafulltrúi stjórnarraðsins, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, …
Einar Karl Haraldsson, upplýsingafulltrúi stjórnarraðsins, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi. mbl.is/Golli

Stefnt er að því að taka upp þriggja þrepavirðisaukaskatt, 7%, 14% og 25%. Í 7% þrepi verði matvörur, mjólkurvörur, húshitun, tónlist, dagblöð, afnotagjöld fjölmiðla og veggjöld. Í 14% þrepi verður veitingastarfsemi, sælgæti, kex, kökur og önnur drykkjarföng en áfengi. 

Samtals skila breytingar á virðisaukaskatti ríkissjóði 6 milljarða króna tekjuauka en miðað er við að breytingin komi til framkvæmda í tveimur áföngum, 1. janúar og 1. mars.

Bensín hækkar um 5-6 krónur

Vöru- og bifreiðagjöld eiga samkvæmt fjárlagafrumvarpi að skila 2,5 milljörðum króna í ríkissjóð. Frá því eru nú dregnar hækkanir á bensín- og olíugjaldi vegna álagningar kolefnaskatts. Samanlögð hækkun vegna kolefnisskatta og hækkunar bensíns- og olíugjalds svarar til 5-6 króna hækkunar á verði bensínlítrans.

Í fjárlagafrumvarpinu er miðað við að auknar tekjur af óbeinum sköttum og vörugjöldum næmi 10,5 milljörðum króna. Þar af er reiknað með 8 milljörðum króna í viðbótartekjur af virðisaukaskatti með hækkun hlutfalla, flutningi milli skattþrepa eða breikkun á skattstofni. Einnig að 10% hækkun á vörugjöldum á áfengi, tóbaki, bensíni, dísilolíu og bifreiðagjaldi skili 2,5 milljörðum króna en þar af nemi 10% hækkun á bensíngjald og olíur um 1,5 milljarði króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert