Fréttaskýring: Þúsundir lántakenda vilja borga upp í topp

Greiðslu­jöfn­un verðtryggðra íbúðalána, sem komið var á með lög­um að frum­kvæði Árna Páls Árna­son­ar fé­lags­málaráðherra, vefst enn fyr­ir mörg­um og marg­ir leita sér ráðgjaf­ar um hana hjá Íbúðalána­sjóði (ÍLS), bönk­um og hjá Ráðgjaf­ar­stofu um fjár­mál heim­il­anna. Flest­ir sem hringja spyrja hvort það borgi sig að hafna greiðslu­jöfn­un og hversu mikið greiðslu­byrðin lækki.

Nú þegar hafa rúm 29% lán­tak­enda hjá ÍLS afþakkað greiðslu­jöfn­un á sín­um lán­um, á um fjórðungi úti­stand­andi lána hjá sjóðnum. Til sam­an­b­urðar má nefna að í fyrra­dag höfðu hjá Lands­banka Íslands rúm­lega 13% lán­tak­enda, eða 1.393 manns, afþakkað greiðslu­jöfn­un af ríf­lega ell­efu pró­sent­um hús­næðislána hjá bank­an­um, eða 1.909 lán­um. Ekki feng­ust í gær svör frá Íslands­banka og Kaupþingi um þenn­an fjölda hjá þeirra viðskipta­vin­um, en fyrr­nefnd­ar upp­lýs­ing­ar benda til þess að hærra hlut­fall af viðskipta­vin­um bank­anna en viðskipta­vin­um ÍLS telji sig hafa fulla þörf fyr­ir greiðslu­jöfn­un.

Svan­hild­ur Guðmunds­dótt­ir, sviðsstjóri þjón­ustu­sviðs hjá ÍLS, seg­ir marga sem leita ráðgjaf­ar gera sjálf­krafa ráð fyr­ir því að greiðslu­byrðin á sínu láni muni lækka, en það sé ekki alltaf gefið.

Annað atriði sem marg­ir velta fyr­ir sér er það hvað verður um leng­ingu láns­ins, biðreikn­ing­inn sem verður til, ef fólk byrj­ar í greiðsluaðlög­un en hætt­ir síðan í henni eft­ir ákveðinn tíma. Svarið við þeirri spurn­ingu, að sögn Svan­hild­ar, er að biðreikn­ing­ur­inn er unn­inn niður aft­ur með stífari af­borg­un­um.

Ásta Sigrún Helga­dótt­ir, for­stöðumaður Ráðgjaf­ar­stofu um fjár­mál heim­il­anna, seg­ir að allt frá hruni hafi mikið verið um að fólk hringi þangað til að fá hlut­laust álit á þeirri ráðgjöf sem það fær í bönk­un­um. Það eigi einnig við um ráðgjöf bank­anna um greiðslu­jöfn­un­ina. „Það er ennþá mikið van­traust á bönk­un­um,“ seg­ir Ásta Sigrún. Hún kveður hins veg­ar ekki hægt að kvarta yfir upp­lýs­inga­gjöf bank­anna um það. Hún sé yf­ir­leitt mjög góð.

Ásta Sigrún seg­ir enn­frem­ur mik­inn rugl­ing í gangi um það hvaða lán falli und­ir al­menna greiðslu­jöfn­un. Marg­ir haldi að geng­is­tryggð lán geri það. Einnig rugli marg­ir greiðslu­jöfn­un sam­an við önn­ur úrræði, svo sem greiðsluaðlög­un.

Hins veg­ar þarf lán að vera í skil­um til að geta farið í al­menna greiðslu­jöfn­un. Ef lánið er ekki í skil­um þarf að semja sér­stak­lega við viðkom­andi lán­ar­drott­in um það. Ef lánið er í ann­ars kon­ar sér­tækri meðferð, svosem fryst­ingu eða greiðsluaðlög­un, þá þarf því fyrst að ljúka áður en lánið get­ur farið í al­menna greiðslu­jöfn­un.

Ásta Sigrún seg­ir einnig mikið spurt út í greiðslu­jöfn­un­ar­vísi­töl­una, sem bygg­ist á at­vinnu­stigi og launaþróun. Marg­ir vilji fá spá um hvernig þeir þætt­ir muni þró­ast og biðja jafn­vel um að sér sé sagt hvað þeir eigi að gera. Ásta legg­ur hins veg­ar áherslu á að hver og einn þurfi að taka sjálf­stæða ákvörðun um hvað sé best fyr­ir sig.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert