38,5% hafa afþakkað greiðslujöfnun

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður Árni Sæberg

Alls höfðu 38,5% allra lán­tak­enda hjá Íbúðalána­sjóði afþakkað greiðslu­jöfn­un fast­eignalána klukk­an 9:30 í morg­un. Í dag eru síðustu for­vöð til að afþakka greiðslu­jöfn­un fast­eigna­veðlána vegna gjald­daga í des­em­ber, en öll slík lán voru ný­lega með lög­um sjálf­krafa sett í greiðslu­jöfn­un.

Um kl. 9:30 í morg­un höfðu 18.657 ein­stak­ling­ar afþakkað greiðslu­jöfn­un á 30.514 lán­um. Þetta eru 38,5% allra lán­tak­enda hjá Íbúðalána­sjóði og 37,4% af fjölda lána. Þar af eru 11.823 lán­tak­end­ur í Reykja­vík og 6.843 á lands­byggðinni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert