50 milljarða króna skattahækkanir

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon völdu Þjóðminjasafnið sem vettvang …
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon völdu Þjóðminjasafnið sem vettvang blaðamannafundar, þar sem stórfelldar skattahækkanir næsta árs voru kynntar þjóðinni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Skatt­tekj­ur rík­is­ins verða um 24% af lands­fram­leiðslunni á næsta ári og aukast um 50 millj­arða króna, til viðbót­ar þeim liðlega tutt­ugu millj­örðum sem auka­lega er aflað á þessu ári.

Með breytt­um tekju­skatti ein­stak­linga, breytt­um virðis­auka­skatti og vöru­gjöld­um, nýj­um um­hverf­is- og auðlinda­skött­um og hærra trygg­ing­ar­gjaldi má segja að glæ­nýtt skatt­kerfi líti dags­ins ljós.

Mun meiri skatt­byrðar eru lagðar á milli­tekju­fólk og há­tekju­fólk, en tekju­skatt­ur er lækkaður á fólk með lág­ar tekj­ur. Fólk með mánaðar­tekj­ur und­ir 270 þúsund krón­um og hjón und­ir 540 þúsund krón­um borga lægri tekju­skatt en áður. Aðrir borga hærri tekju­skatt.

For­menn stjórn­ar­and­stöðuflokk­anna gagn­rýna skatta­áformin. For­svars­menn úr at­vinnu­líf­inu eru fegn­ir því að dregið hafi úr skatta­hækk­un­um sem boðaðar voru. Ekki er reiknað með því að sveit­ar­fé­lög­in óski eft­ir heim­ild til að hækka út­svar.

Sjá ít­ar­lega um­fjöll­un um skatta­mál­in í Morg­un­blaðinu í dag.

Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir kynna skattaáform stjórnarinnar.
Stein­grím­ur J. Sig­fús­son og Jó­hanna Sig­urðardótt­ir kynna skatta­áform stjórn­ar­inn­ar. mbl.is/​Golli
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert