Aukin skuldabyrði í skuldakreppu

Bjarni Benediktsson á Alþingi.
Bjarni Benediktsson á Alþingi. Árni Sæberg

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir nýkynnt­ar hug­mynd­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar í skatta­mál­um til þess gerðar að draga úr mögu­leik­um á sam­skött­un hjóna. Jó­hanna Sig­urðardótt­ir, for­sæt­is­ráðherra, seg­ir að var­lega verði að fara í þess­um mál­um enda geti full sam­skött­un orðið til þess að kon­ur fari ekki eins mikið út á vinnu­markaðinn.

Umræður um málið fóru fram við upp­haf þing­fund­ar.  Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks, tók einnig þátt og sagði rík­is­stjórn­ina vera að auka álög­ur á heim­il­in og eyðileggja þá sprota sem þó eru að mynd­ast.

Sig­mund­ur sagði áhrif­in af skatta­breyt­ing­un­um hafa gríðarleg óbein áhrif, m.a. með hækk­un á vísiölu verðlags sem aft­ur hækka skuld­ir heim­ila og fyr­ir­tækja. Hann sagði rík­is­stjórn­ina brjóta niður þær stoðið sem þó voru sterk­ar og auka skulda­byrðina í mestu skuldakreppu sem orðið hef­ur, og sé lík­lega heims­met.

Jó­hanna sagði að það væri góð til­breyt­ing ef Sig­mund­ur kæmi í ræðustól og tæki fram hvað hann vildi gera í stöðunni. Hún spurði á móti hvort yf­ir­leitt væri hægt að gera bet­ur. Sig­mund­ur svaraði því til að Jó­hanna hefði getað kynnt sér efna­hagstil­lög­ur Fram­sókn­ar­flokks eða jafn­vel Sjálf­stæðis­flokks­ins. Þá sagði hann rík­is­stjórn­ina hins veg­ar ekki hafa neinn áhuga á að hlusta á til­lög­ur annarra.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert