Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, sagði á Morgunvakt Rásar 2 í morgun, að Barnavernd Reykjavíkur hafi gert mistök í máli 9 ára drengs sem tekinn var úr umsjá ömmu sinnar.
Bragi sagðist telja, að Barnavernd Reykjavíkur hafi ekið ákvarðanir sem orkuðu tvímælis gagnvart lögum og komist að faglega óverjandi niðurstöðu.
Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ákvað í vikunni, að
drengurinn, sem tekinn var úr umsjá ömmu sinnar til að senda í fóstur,
verði áfram hjá henni þar til niðurstaða liggur fyrir í forsjármáli
móður hans, sem verður væntanlega í janúar eða febrúar á næsta ári.
Jafnframt náðist samkomulag um stuðningsúrræði við eldri bróður
drengsins.