Vegagerðin dregur úr vetrarþjónustu

Snjómokstur á Akureyri
Snjómokstur á Akureyri mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Vegagerðin verður að draga úr vetrarþjónustu þrátt fyrir aukinn sparnað og hagræðingu. En tilkynnt hefur verið um 200 milljón kr. sparnað.  Fram kemur í tilkynningu að þjónustan verði svipuð og var árið 2006 og áhersla verði lögð á að tryggja umferðaröryggi.

Þjónustudögum verður fækkað á fáförnustu leiðum og þá verður þjónustutími styttur á lægri þjónstuflokkum. Mest um helgar.

Fram kemur í tilkynningu að Vegagerðin hafi á undanförnum árum þróað tækni og tækjabúnað sem geri henni nú kleift að ná fram betra skipulagi og markvissari stjórnun við vetrarþjónustuna. Þetta þýði að aðföng notuð í vetrarþjónustunni megi nýta betur og minnka kostnað þannig.

„Stefnt er að því að 200 milljónir króna sparist með nýju reglunum eða um 10 prósent af heildarkostnaði við vetrarþjónustuna í krónutölu, einsog ætlast er til samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Ef mið er tekið af verðlagsbreytingum er sparnaðurinn töluvert meiri í prósentum.

Þetta þýðir að þrátt fyrir niðurskurð á árinu 2009 næst að halda óbreyttri vetrarþjónustu út árið 2009. Til viðbótar hefur svokallaðri G-reglu verið breytt lítillega þannig að mögulegt verði að moka snjó einu sinni í viku til 5. janúar, ár hvert, leyfi aðstæður það og ekki eru aðrar samgönguleiðir að ræða. Þetta tekur gildi strax,“ segir í tilkynningu.

Þá segir að nýjar snjómokstursreglur 2010 hafi verið samþykktar af samgönguráðherra. Samkvæmt þeim verði vetrarþjónustan að mestu leyti sú sama og hún var árið 2006.

Breytingarnar á reglunum miða að því að tryggja umferðaröryggi svo sem kostur er.

Nánari upplýsingar á vef Vegagerðarinnar.

Snjómoksturskort frá Vegagerðinni.
Snjómoksturskort frá Vegagerðinni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert