„Erum komin í greiðsluþrot“

Þór Saari.
Þór Saari. mbl.is/Árni Sæberg

„Við erum kom­in í greiðsluþrot, þó svo að það eigi eft­ir að viður­kenna það,“ sagði Þór Sa­ari, þingmaður Hreyf­ing­ar­inn­ar, við umræðu um Ices­a­ve á Alþingi í dag. Hann seg­ir að ef frum­varpið verði samþykkt óbreytt mun til­raun­in um lýðveldið Ísland aðeins verða til­raun.

Þór átaldi meðferð máls­ins inn­an fjár­laga­nefnd­ar og aðkoma nefnd­ar­inn­ar beri vott um sýnd­ar­mennsku. Benti hann m.a. að ekki hefði verið fjallað um fjög­ur minni­hluta­álit efna­hags- og skatta­nefnd­ar sem þó var kallað eft­ir. Hann sagði einnig ljóst að samn­inga­nefnd­in hefði klúðrað mál­um öðru sinni þegar hún eyðilagði fyr­ir­var­ana sem Alþingi samþykkti í sum­ar.

„Í ljósi þess að með samþykkt Ices­a­ve-samn­ing­anna verður skulda­byrði þjóðarbús­ins á mörk­um þess að vera viðráðan­leg, og er jafn­vel nú þegar orðin óviðráðan­leg, og að lítið eða ekk­ert megi út af bregða til að þjóðin lendi í greiðsluþroti, tel­ur [Þór Sa­ari] sig ekki geta mælt með að Alþingi samþykki nýja út­gáfu af rík­is­ábyrgð vegna Ices­a­ve-samn­ing­anna. Það eru ein­fald­lega of mikl­ar lík­ur á að þjóðin geti ekki staðið und­ir skuld­um á næstu árum,“ seg­ir m.a. í minni­hluta­áliti Þórs.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert