Flóttamaður í felur

Henry Turay, flóttamaður frá Afríkuríkinu Sierra Leone, hefur farið í felur. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í kvöld kemur fram að hann muni ekki gefa sig fram fyrr en íslensk stjórnvöld hafi veitt honum hæli hér á landi eða að minnsta kosti tryggt að mál hans verði tekið til umfjöllunar.

Flóttamaðurinn segir að umsókn hans um pólitískt hæli hafi verið hafnað af Útlendingastofnun mánuði eftir að hann kom til landsins en hann hafi áfrýjað henni til dómsmálaráðuneytisins. Í dag, viku eftir áfrýjun, hafi lögreglan reynt að handtaka hann í þeim tilgangi að vísa honum aftur til Þýskalands eða það sem verra er, til Sierra Leone.

Hann segist hafa flúið frá heimalandi sínu ellefu ára gamall, eftir að móðir hans var myrt í borgarastyrjöldinni, og hafi búið í átta ár í Evrópu án dvalarleyfa.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert