Hafa áhyggjur af kjaraþróun fólks með meðalháar tekjur

Guðlaug Kristjánsdóttir, formðaur BHM.
Guðlaug Kristjánsdóttir, formðaur BHM.

Bandalag háskólamanna, BHM, lýsir áhyggjum af kjaraþróun fólks með meðalháar tekjur í yfirstandandi kjaraskerðingum og fyrirhugðum skattkerfisbreytingum, sem og breytingum á vaxta- og barnabótakerfunum. Mikilvægt sé að huga að jaðaráhrifum skattbreytinga og tekjutenginga, að því er segir í ályktun samtakanna.

„BHM telur eðlilegt á aðhaldstímum að sérkjör einstakra hópa hvað varðar skattlagningu séu endurskoðuð og jafnræðis þannig gætt.    
BHM styður hækkun fjármagnstekjuskatts og leggur til að skattmeðferð fyrirtækja verði breytt á þann hátt að miðað verði við meðaltalsprósentu hjá OECD ríkjum (26,6% á móti 15% hér). 

Ennfremur hvetur BHM til þess að innheimta skatta verði efld og ráðist verði gegn tvöföldu skattkerfi sem viðgengst í landinu í tengslum við einkahlutafélög."
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert