Hámarkslán ekki hækkuð

Árni Páll Árnason
Árni Páll Árnason Heiðar Kristjánsson

Árni Páll Árna­son, fé­lags­málaráðherra, seg­ir vara­samt að hækka há­marks­lán Íbúðarlána­sjóðs. Hins veg­ar sé mik­il­vægt að finna ann­an far­veg svo hægt sé að veita lán til kaupa á dýr­ara hús­næði. Þetta kom fram á Alþingi í dag.

Guðmund­ur Stein­gríms­son, þingmaður Fram­sókn­ar­flokks, spurði Árna Pál hvort ekki sé góð hug­mynd að hækka há­marks­lán úr 20 millj­ón­um króna í 30 millj­ón­ir. Hann sagði 20 millj­ón­ir fá­rán­lega lága upp­hæð þegar kem­ur að fast­eigna­kaup­um. Það yrði þá hugs­an­lega til þess að örva markaðinn.

Einnig spurði Guðmund­ur hvort ekki kæmi til greina að af­nema stimp­il­gjöld­in al­gjör­lega.

Árni Páll sagði hækk­un há­marks­láns breyta eðli ÍLS og það væri vara­samt. Hins veg­ar væri verið að fara í aðgerðir til að ráðast gegn vand­an­um, þannig að áhætta rík­is­ins og al­menn­ings sé lækkuð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert