Icesave mótmælt á laugardaginn

Enn er hiti í fólki vegna Icesave-málsins og stórnmálamenn ekki …
Enn er hiti í fólki vegna Icesave-málsins og stórnmálamenn ekki enn búnir að bíta úr nálinni með það. Eggert Jóhannesson

Á annað hundrað manns hafa staðfest mætingu sína á mótmæli gegn Icesave, á Austurvelli næstkomandi laugardag. Skipuleggjendur mótmælanna spyrja hvort fólk vilji verða þrælar: „Vilt þú verða Iceslave?“

Það eru tveir hópar á samskiptavefnum facebook, sem berjast gegn ríkisábyrgð á Icesave-skuldunum, sem efna til mótmælanna. Á vefsvæðum þeirra kemur fram að mótmælin á laugardag séu þau fyrri af tveimur, en þau seinni verði viku seinna, þann 1. desember 2009.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka