Jepplingum stolið

Gamann jeppi af Suzuki gerð.
Gamann jeppi af Suzuki gerð.

Und­an­farna daga hafa þrír Suzuki jepp­ling­ar af eldri gerðinni verið gang­sett­ir á miðborg­ar­svæðinu (Skúla­götu, Óðins­götu og Njáls­götu) af óviðkom­andi aðila eða aðilum og þeim ekið á brott. Tveir jepp­anna hafa fund­ist aft­ur en einn hef­ur enn ekki komið í leit­irn­ar.

Lög­regl­an seg­ir, að bíl­arn­ir hafi all­ir verið gang­sett­ar með lykl­um. Vegna ald­urs þeirra megi ætla að kveikju­lás­ar hafi verið slitn­ir og því hægt að nota sams­kon­ar lyk­il til verks­ins. Eig­end­ur slíkra öku­tækja eru nú beðnir um að leita sér leiðbein­inga og gera viðeig­andi ráðstafn­ir til að minnka lík­ur á að óviðkom­andi geti fært þær úr stað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert