Mótmæla skerðingu bóta

Unnið við álver í Helguvík.
Unnið við álver í Helguvík. Rax / Ragnar Axelsson

Hörð andstaða kom fram á fundi miðstjórn­ar Alþýðusam­bands Íslands í dag við hug­mynd­ir um veru­leg­ar skerðing­ar á rétti fólks til at­vinnu­leys­is­bóta til þess að fjár­magna virk­ar vinnu­markaðsaðgerðir, hvort sem er al­menna lækk­un bóta eða sér­stak­ar skerðing­ar á rétt­ind­um ungs fólks.

Í álykt­un frá fund­in­um er rifjað upp að ASÍ hafi lengi kallað eft­ir aukn­um fram­lög­um stjórn­valda í virk­ar vinnu­markaðsaðgerðir - einkum þeirra sem veik­asta stöðu hafa á vinnu­markaði.

„Miðstjórn ASÍ skor­ar á stjórn­völd að end­ur­skoða for­gangs­röðun verk­efna og tryggja meira fé til virkra vinnu­markaðsaðgerða, sér­stak­lega fyr­ir þá sem höllust­um fæti standa, og hafn­ar al­farið hug­mynd­um um að skerða bæt­ur þeirra sem eru án at­vinnu. Jafn­framt árétt­ar miðstjórn ASÍ vilja sinn til þess að fá að axla veru­lega ábyrgð á fram­kvæmd bæði at­vinnu­leys­is­bóta­kerf­is­ins sem og virk­ar vinnu­markaðsaðgerðir, þannig að kom­ast megi hjá skerðingu bóta og þjón­ustu,“ seg­ir í álykt­un­inni.

Mót­mæla þving­un­um

Á fund­in­um kom einnig fram gagn­rýni á, að ein­staka fyr­ir­tæki inn­an raða Sam­taka at­vinnu­leys­is­ins séu að þvinga starfs­menn sína til að falla frá þeim um­sömdu launa­hækk­un­um, sem koma eiga til fram­kvæmda frá 1. nóv­em­ber.

„Al­mennt launa­fólk hef­ur und­an­farna mánuði sýnt at­vinnu­líf­inu mik­inn skiln­ing á erfiðri stöðu fyr­ir­tækj­anna og í reynd axlað mikla ábyrgð á stöðu efna­hags­mála með því að fresta um­sömd­um launa­hækk­un­um bæði á þessu ári og því næsta um sex til átta mánuði.

Það er því al­ger­lega óviðun­andi að ein­staka fyr­ir­tæki þakki fyr­ir sig með því að þvinga fólk til að af­sali sér þess­um hækk­un­um í skjóli óbeinna hót­anna um at­vinnum­issi. Miðstjórn ASÍ krefst þess að frá þessu verði fallið og tryggt verði að all­ir fé­lags­menn njóti þeirra hækk­ana sem um var samið í kjara­samn­ing­un­um í fe­brú­ar 2008,“ seg­ir í álykt­un miðstjórn­ar ASÍ.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert