Niðurstöður eru ekki pantaðar

Ólafur Þór Hauksson.
Ólafur Þór Hauksson. mbl.is/Golli

Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að framtíðin verði að bera í skauti sér hvort heimild til að krefjast kyrrsetningar á eignum verði beitt aftur og þá hvernig og hvers vegna og hafa beri í huga að niðurstaða rannsókna einstakra mála sé ekki pöntuð.

Embætti sérstaks saksóknara krafðist kyrrsetningar á eignum einstaklings í tengslum við ákveðið mál. Fram kom í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld að um væri að ræða eignir Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu. Ólafur Þór neitar ekki fréttinni. Hann bendir á að í lögum um meðferð sakamála séu heimildir til handa rannsóknarmönnum og eðlilegt sé að nýta þær.

„Mér finnst vera svolítið stórt lesið í það,“ svarar Ólafur Þór spurður hvers vegna heimildin hafi fyrst verið nýtt í máli ráðuneytisstjórans fyrrverandi. Hann segir að á ákveðnum tímapunkti í ákveðnum málum sé þessu velt upp og síðan tekin ákvörðun um framhaldið. „Það fer bara eftir hverju máli og hvernig hlutirnir liggja,“ segir hann.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert