Talsmenn Akraneskaupstað ar og Reykjanesbæjar segja að ákvörðun Nýja Kaupþings um að loka útibúum sínum í sveitarfélögunum hljóti að leiða til þess að viðskiptavinir bankans snúi sér að öðrum bönkum á viðkomandi svæðum.
Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar, segir að eftirsjá verði að útibúinu úr bænum. Hagræðing bankans er skiljanleg, að sögn Böðvars, en hann bendir á að það sé engin þjónusta við íbúa á Suðurnesjum að bjóða fólki að fara í banka í tuga kílómetra fjarlægð.
Gunnar Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar, tekur í sama streng. „Þetta leggst mjög illa í okkur,“ segir hann og á erfitt með að sjá viðskiptavini elta útibúið suður í Mosfellsbæ.