Segja yfirlýsingu náttúruverndarfólks furðulega

Frá framkvæmdum við Helguvík
Frá framkvæmdum við Helguvík mbl.is/Rax

„Yf­ir­lýs­ing sam­taka áhuga­fólks um nátt­úru­vernd, sem lýsa vanþókn­un á hvatn­ingu
Suður­nesja­manna til þeirra sem vilja skapa at­vinnu á Íslandi, er furðuleg og til marks um hve litlu sann­leik­ur­inn virðist skipta þetta ágæta fólk," að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá hópi sem hef­ur aug­lýst gegn um­hverf­is­ráðherra að und­an­förnu.

Boðskap­ur hóps­ins á Suður­nesj­um, sem hef­ur staðið fyr­ir þess­um
hvatn­ing­ar­aug­lýs­ing­um, hef­ur ein­fald­lega verið að lýsa stuðningi við skoðanir Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, ASÍ, sveit­ar­fé­laga og fram­kvæmdaaðila. Þar er um að ræða sveit­ar­fé­lög og sam­tök yfir 100 þúsund Íslend­inga, að því er seg­ir enn frem­ur í til­kynn­ingu sem hóp­ur­inn hef­ur sent frá sér.

 Í til­kynn­ingu sem níu nátt­úru­vernd­ar­sam­tök sendu frá sér ný­verið lýstu þau vanþókn­un á „ómál­efna­legri aug­lýs­inga­her­ferð fyr­ir­tækja á Suður­nesj­um gegn ákvörðun um­hverf­is­ráðherra um Suðvest­ur­lín­ur“.

Sam­tök­in eru Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Vest­fjarða, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Aust­ur­lands (NAUST), SUNN, Sam­tök um nátt­úru­vernd á Norður­landi, Sól á Suður­nesj­um, Sól á Suður­landi, Framtíðarlandið, Sól í Straumi, Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Suður­lands og Nátt­úru­vernd­ar­sam­tök Íslands. Í álykt­un­inni seg­ir að ál­ver í Helgu­vík með allt að 360 þúsund tonna árs­fram­leiðslu með til­heyr­andi orku­öfl­un og um­hverf­isáhrif­um sé ekki einka­mál Suður­nesja­manna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka