Snýst um lítinn bút í myndskeiðinu

Matt Lucas og David Walliams eru mennirnir á bak við …
Matt Lucas og David Walliams eru mennirnir á bak við gamanþættina Little Britain. Reuters

Bút­ur sem fram­leidd­ur var með stjörn­un­um úr sjón­varpsþátt­un­um um Litla Bret­land er ástæða þess að Sagafilm óskaði eft­ir því að Baugs mynd­skeiðið svo­kallaði yrði fjar­lægt af YouTu­be.

Þetta seg­ir Kjart­an Þór Þórðar­son fram­kvæmda­stjóri Sagafilm. Í samn­ing­um sem fyr­ir­tækið gerði vegna fram­leiðslu innslag­anna var ákvæði um að bút­arn­ir mættu ekki vera sýnd­ir á net­inu. „Við höf­um ein­fald­lega ekki efni á að borga sekt­ir sem kynnu að ljót­ast af þessu“ seg­ir Kjart­an. Baugs mynd­bandið er úr veislu sem fyr­ir­tækið hélt í Mónakó þar sem fjöldi þekktra and­lita bregður fyr­ir en auk þeirra fé­laga úr Litla Bretlandi steig Tina Turner á stokk.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka