47,7% afþökkuðu greiðslujöfnun

Íbúðalánasjóður
Íbúðalánasjóður

Alls afþökkuðu 23.146 einstaklingar greiðslujöfnun á lánum hjá Íbúðalánasjóði en í gær rann út frestur til að afþakka greiðslujöfnun fasteignaveðlána vegna gjalddaga í desember, en öll slík lán voru nýlega með lögum sjálfkrafa sett í greiðslujöfnun. Þetta eru 47,7% lántakenda hjá Íbúðalánasjóði.

Þar af eru 14.709 lántakendur í Reykjavík og 8.437 á landsbyggðinni. Í aldurshópnum 50 - 60 ára er hæsta hlutfall þeirra sem afþakka greiðslujöfnun, eða 50,9%, en fæstir afþakka meðal þeirra sem eru yngri en 30 ára, eða 29,6%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert