Bæjarskrifstofu á Neskaupstað lokað

Frá Neskaupstað.
Frá Neskaupstað. mbl.is/Ágúst Blöndal

Ákveðið hefur verið að loka skrifstofu sveitarfélagsins Fjarðabyggðar í Neskaupstað um áramótin. Starfsemin verður flutt til Reyðarfjarðar. Fram kemur á fréttavefnum Austurglugganum, að tilhögunin á að spara sveitarfélaginu 15 milljónir króna árlega. 

Á skrifstofunni í Neskaupstað starfa ellefu starfsmenn, sem þurfa þá væntanlega að sækja vinnu til Reyðarfjarðar. Austurglugginn segir, að leki hafi komið upp í húsnæði skrifstofunnar og ástand húsnæðisins þyki óviðunandi en leigusali hafi haft kvartanir að engu. Því hafi verið ákveðið að rifta leigusamningi um húsnæðið og flytja skrifstofuna á Reyðarfjörð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert