Fúsk og pólitísk fyrirgreiðsla

Vilhjálmur Egilsson.
Vilhjálmur Egilsson. mbl.is/Árni Sæberg

Sjávarútvegurinn verður að geta treyst því að ríkisstjórnin stórskaði ekki rekstrarforsendur greinarinnar með fúski, sérstakri fyrirgreiðslu til pólitískra vina og vandamanna og áformum um innköllun aflaheimilda. Þetta segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, á heimasíðu samtakanna.

Vilhjálmur segir, að sjávarútvegurinn sé að taka á sig rúmlega 3,5 milljarða hærri skatta með hækkun veiðigjalds, kolefnisgjaldi og hækkun atvinnutryggingagjalds. Á sama tíma sé gróflega vegið að rekstrarskilyrðum greinarinnar með frumvarpi um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða sem sé meira og minna hreint fúsk.

„Frumvarp þetta er sett fram þvert á fyrirheit sem gefin voru í tengslum við stöðugleikasáttmálann og þriggja vikna gamla yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar vegna framlengingar kjarasamninga," segir Vilhjálmur. „Þessum árásum á sjávarútveginn verður að linna þannig að greinin hafi starfsfrið og geti á ný fjárfest og haldið áfram að byggja sig upp. "

Grein Vilhjálms

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert