Gunnar gefur aftur kost á sér

Gunnar Birgisson.
Gunnar Birgisson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjarstjóri í Kópavogi, hyggst gefa kost á sér í prófkjöri sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi, sem fram á að fara laugardaginn 20. febrúar á næsta ári.

Ákveðið var á fundi fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi sl. miðvikudagskvöld að efna til prófkjörs til að velja fólk á lista flokksins í bæjarstjórnarkosningunum í vor.

Rannsókn efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra á málefnum Lífeyrissjóðs Kópavogs er enn ekki lokið. Gunnar kveðst þó vonast eftir að henni ljúki fljótlega og gerir ráð fyrir að snúa fljótt aftur til starfa í bæjarstjórn.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert