Fréttamenn urðu vitni að því er maður var handtekinn fyrir utan stjórnarráðið í morgun. Maðurinn sem heitir Halldór Haraldsson var með háreysti og sagðist hafa farið fram á viðtal við dómsmálaráðherra sem sat ríkisstjórnarfund.
Að sögn Halldórs var barnshafandi eiginkonu hans synjað um dvalarleyfi á Íslandi.