Uppstillingarnefnd Samfylkingar í Reykjavík vann skipulega gegn þingmönnunum Össuri Skarphéðinssyni og Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur í kjölfar prófkjörs flokksins síðastliðinn vetur.
Þetta kom fram í máli Marðar Árnasonar, fyrrverandi alþingismanns, á aðalfundi fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík sem haldinn var í fyrrakvöld. Mörður sagði að einnig hefði verið unnið gegn sér þegar kom að því að ganga frá endanlegri skipan framboðslista.
Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.