Veiðisamdráttur skilar árangri

Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar
Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunar mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

„Við teljum að það sé ekki spurning að samdrátturinn sé að skila árangri,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafró. Vísar hann þar til samdráttar í leyfilegum heildarafla þorsks, sem minnkaður var um tæpan þriðjung árið 2007. „Nú er bara að halda áfram á sömu braut, og þá munum við ávaxta okkar pund.“

Mjög jákvæðar niðurstöður um stöðu þorskstofnsins má lesa úr nýjustu stofnmælingum Hafrannsóknastofnunarinnar (Hafró). Heildarvísitala stofnsins mælist nú örlítið hærri en fyrir ári, en þá hafði hún ekki verið hærri frá því haustmælingar hófust árið 1996. Heildarvísitalan endurspeglar annars vegar þyngd og hins vegar fjölda fiska í stofninum.

Sérfræðingar Hafró telja að hækkandi vísitölu megi að hluta rekja til lækkandi veiðidánartölu á undanförnum árum vegna veiðisamdráttar, en eins og kunnugt er minnkaði þáverandi sjávarútvegsráðherra heildarafla þorsks um tæpan þriðjung árið 2007.

Lengdarmælingar þorsks sýna að enn meira er af þorski sem er stærri en 70 sentimetrar nú en í fyrra, en þá hafði ekki sést meira af svo stórum þorski frá upphafi mælinga. Þá er þyngd þorsksins einnig yfir meðallagi.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert