Ánægjuleg tíðindi varðandi þorskinn

Sigurður Jón Sigurðsson, sjómaður í Vestmannaeyjum, með væna fiska.
Sigurður Jón Sigurðsson, sjómaður í Vestmannaeyjum, með væna fiska. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Góðar vís­bend­ing­ar um stöðu þorsk­stofns­ins vekja já­kvæð viðbrögð tals­manna sam­taka hags­munaaðila í sjáv­ar­út­vegi.

„Það er mjög já­kvætt að 2008-ár­gang­ur­inn sé mjög góður, þorsk­stofn­inn að stækka og meira af stærri og eldri fiski,“ sagði Friðrik J. Arn­gríms­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands ís­lenskra út­vegs­manna. Hann benti á að mat á stofn­stærð lægi ekki enn fyr­ir.

Friðrik sagði að LÍÚ hefði talið afla­mark í þorski hafa verið of lágt und­an­far­in ár og taldi hann stofn­mæl­ing­una sýna að ekki hefði verið tek­in áhætta með hærra afla­marki. „Við köll­um eft­ir því enn sem fyrr að hafa afla­markið hærra.“

Hækk­andi vísi­tala þorsk­stofns­ins kem­ur smá­báta­sjó­mönn­um ekki á óvart, að sögn Arth­urs Boga­son­ar, for­manns Lands­sam­bands smá­báta­eig­enda.

„Þetta eru já­kvæð tíðindi og held­ur já­kvæðari en við átt­um von á,“ sagði Arn­ar Sig­ur­munds­son, formaður Sam­taka fisk­vinnslu­stöðva. Hann taldi niður­stöðuna styðja það að þorsk­stofn­inn væri að rétta úr kútn­um.

Sjá nán­ari um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert