Ánægjuleg tíðindi varðandi þorskinn

Sigurður Jón Sigurðsson, sjómaður í Vestmannaeyjum, með væna fiska.
Sigurður Jón Sigurðsson, sjómaður í Vestmannaeyjum, með væna fiska. Þorvaldur Örn Kristmundsson

Góðar vísbendingar um stöðu þorskstofnsins vekja jákvæð viðbrögð talsmanna samtaka hagsmunaaðila í sjávarútvegi.

„Það er mjög jákvætt að 2008-árgangurinn sé mjög góður, þorskstofninn að stækka og meira af stærri og eldri fiski,“ sagði Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. Hann benti á að mat á stofnstærð lægi ekki enn fyrir.

Friðrik sagði að LÍÚ hefði talið aflamark í þorski hafa verið of lágt undanfarin ár og taldi hann stofnmælinguna sýna að ekki hefði verið tekin áhætta með hærra aflamarki. „Við köllum eftir því enn sem fyrr að hafa aflamarkið hærra.“

Hækkandi vísitala þorskstofnsins kemur smábátasjómönnum ekki á óvart, að sögn Arthurs Bogasonar, formanns Landssambands smábátaeigenda.

„Þetta eru jákvæð tíðindi og heldur jákvæðari en við áttum von á,“ sagði Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. Hann taldi niðurstöðuna styðja það að þorskstofninn væri að rétta úr kútnum.

Sjá nánari umfjöllun í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert