Bílvelta á Þingvallavegi

Lögreglan á Selfossi fór á vettvang.
Lögreglan á Selfossi fór á vettvang.

Bílvelta varð á Þingvallavegi um það bil einn kílómetra vestan við Grafningsveg um klukkan hálfsex í kvöld. Einn maður var í bílnum og missti hann stjórn á honum vegna hálku.

Sjúkrabíll var sendur á vettvang úr Reykjavík en lögreglan á Selfossi fór einnig á vettvang. Maðurinn var fluttur á slysadeild í Reykjavík, en lögreglan á Selfossi gat ekki upplýst nákvæmlega um meiðsli hans, að öðru leyti en að hann var ekki talinn í lífshættu.

Lögreglan varar fólk sem ætlar sér að keyra á þessum slóðum við mikilli hálku sem þar er. Þarf að fara mjög varlega við aksturinn og alls ekki á miklum hraða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert