Bílvelta á Þingvallavegi

Lögreglan á Selfossi fór á vettvang.
Lögreglan á Selfossi fór á vettvang.

Bíl­velta varð á Þing­valla­vegi um það bil einn kíló­metra vest­an við Grafn­ings­veg um klukk­an hálf­sex í kvöld. Einn maður var í bíln­um og missti hann stjórn á hon­um vegna hálku.

Sjúkra­bíll var send­ur á vett­vang úr Reykja­vík en lög­regl­an á Sel­fossi fór einnig á vett­vang. Maður­inn var flutt­ur á slysa­deild í Reykja­vík, en lög­regl­an á Sel­fossi gat ekki upp­lýst ná­kvæm­lega um meiðsli hans, að öðru leyti en að hann var ekki tal­inn í lífs­hættu.

Lög­regl­an var­ar fólk sem ætl­ar sér að keyra á þess­um slóðum við mik­illi hálku sem þar er. Þarf að fara mjög var­lega við akst­ur­inn og alls ekki á mikl­um hraða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka