Ríkissaksóknari hefur látið falla niður mál gegn tveimur bræðrum á fertugsaldri sem grunaðir voru um að hafa nauðgað 19 ára stúlku í bifreið annars mannsins við Tryggvagötuna í maí sl.
Samkvæmt upplýsingum frá ríkissaksóknara reyndust sannanir í málinu ónógar.
Hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar fengust þær upplýsingar að lífsýni hefðu verið tekin úr bifreiðinni og af málsaðilum og þau verið send utan til greiningar.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins kom ekkert út úr lífsýnunum. Ekki reyndist heldur hægt að fá úr því skorið hvort stúlkunni hefði verið byrluð ólyfjan eins og hún taldi sjálf.