ESB hagsmunamál sveitarfélaga

Reuters

Samfylkingin leggur áherslu á lýðræðis- og efnahagsumbætur í sveitarstjórnarmálum, sagði Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra á ræðu sinni á flokksstjórnarfundi Samfylkingarinnar, sem haldinn er í dag í Reykjanesbæ. 

Sagði Jóhanna meðal annars að hlutverk Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga verði endurskoðað. Þá verði lögð áhersla á að flytja málefni heim í hérað að því marki sem mögulegt sé.

Jóhanna sagði mikilvægt að hafa í huga hversu mikið væri upp úr Evrópusambandsaðild að hafa fyrir smá sveitarfélög. Benti hún á reynslu Finna í þeim efnum, sem hafi fengið sérstaka byggðastyrki frá sambandinu vegna þess hversu stálbýlt landið er. Finnland sé þó ekki nærri því eins strjálbýlt og Ísland.

Um samningaviðræður við Evrópusambandið sagði Jóhanna meðal annars að það væri aum afstaða að treysta þjóðinni ekki til að kjósa um það mál. „Tími forræðishyggju af því tagi ætti að vera liðinn.“

Ræða Jóhönnu í heild

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert