Fær viðskiptakjör í samræmi við umsvif og viðskiptasögu

Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi.
Verslunin Kostur við Dalveg í Kópavogi. Morgunblaðið/Ómar

Jón Gerald Sullenberger fær vörur frá birgjum á verði sem er í samræmi við umsvif viðskiptanna og eins er litið til þess að hann hefur enga viðskiptasögu. Birgjar verði að fara varlega í lánaviðskiptum.

Þetta segja talsmenn Íslensk ameríska og Kötlu, en Jón Gerald gagnrýndi viðskiptakjör fyrirtækjanna í blaðinu í gær.

Tryggvi Magnússon, forstjóri Kötlu, segir að afsláttarverð til verslana byggi á því magni sem keypt er. Sá sem kaupi staka kassa fá minni afslátt en sá sem kaupi bretti eða bílfarm.

Árni Ingvarsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Íslensk ameríska, sem selur m.a. vörur frá Fróni og Ora, segir að fyrirtækið hafi mætt óskum Jóns Geralds.

Sjá nánari umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert