Fundu bíl sóknarprestsins

Lögreglan að störfum
Lögreglan að störfum Jakob Fannar Sigurðsson

Bíll sóknarprestsins í Reykjanesbæ er fundinn en lögreglan í Reykjanesbæ lýsti eftir bílnum í fyrradag eftir að honum hafði verið stolið fyrir utan kirkju þar í bæ. Bíllinn fannst svo í Reykjavík í nótt.

Bílnum, sem er af gerðinni Volvo S60, var stolið á fimmtudagskvöld þar sem hann stóð utan við kirkjuna í Reykjanesbæ. Svo virðist, sem þjófurinn hafi fyrst stolið bíllyklunum úr vasa á yfirhöfn prestsins inni í kirkjunni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert