Fyrirvararnir eru veikari

Icesave
Icesave

Með breytingum á lögum vegna Icesave-samninganna svonefndu verða þeir fyrirvarar sem gerðir eru við ríkisábyrgðina talsvert rýrari en samkvæmt þeim lögum sem samþykkt voru síðsumars.

Þetta kemur fram í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag, þar sem gildandi lög um málið og frumvarp til breytinga sem nú liggur fyrir eru borin saman.

Ríkisábyrgð vegna skuldbindinganna er samkvæmt frumvarpinu ótímabundin og skal framlengd til fimm ára í senn eftir 2024 verði lánið ekki að fullu greitt þá.

Þá eru efnahagslegir fyrirvarar samkvæmt frumvarpinu takmarkaðir en slíkt getur varðað mikla fjárhagslega hagsmuni íslenska ríkisins.

Sjá nánari umfjöllun um fyrirvarana í Icesave-samkomulaginu í fréttaskýringu Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert