Fyrirvararnir eru veikari

Icesave
Icesave

Með breyt­ing­um á lög­um vegna Ices­a­ve-samn­ing­anna svo­nefndu verða þeir fyr­ir­var­ar sem gerðir eru við rík­is­ábyrgðina tals­vert rýr­ari en sam­kvæmt þeim lög­um sem samþykkt voru síðsum­ars.

Þetta kem­ur fram í frétta­skýr­ingu í Morg­un­blaðinu í dag, þar sem gild­andi lög um málið og frum­varp til breyt­inga sem nú ligg­ur fyr­ir eru bor­in sam­an.

Rík­is­ábyrgð vegna skuld­bind­ing­anna er sam­kvæmt frum­varp­inu ótíma­bund­in og skal fram­lengd til fimm ára í senn eft­ir 2024 verði lánið ekki að fullu greitt þá.

Þá eru efna­hags­leg­ir fyr­ir­var­ar sam­kvæmt frum­varp­inu tak­markaðir en slíkt get­ur varðað mikla fjár­hags­lega hags­muni ís­lenska rík­is­ins.

Sjá nán­ari um­fjöll­un um fyr­ir­var­ana í Ices­a­ve-sam­komu­lag­inu í frétta­skýr­ingu Morg­un­blaðsins í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert