Gagnrýnir stjórnarandstöðuna

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.

Það sem stjórn­ar­and­stæðan hef­ur lagt til upp­bygg­ing­ar efna­hags­kerf­is­ins, er í öf­ugu hlut­falli við ábyrgð henn­ar á því hvernig fyr­ir þjóðinni er komið, sagði sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra í ræðu á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar sem stend­ur nú yfir.

 Hún sagði rík­is­stjórn Fram­sókn­ar og Sjálf­stæðis­flokks hafa byggt upp „brjálæðis­legt“ skatt­kerfi. „Það skatt­kerfi sem hér þróaðist á ár­un­um 1995 – 2005 var ekki sjálf­bært. Heild­ar­skatt­byrðin jókst meira en hjá nokkru öðru OECD ríki. Skatt­byrði jókst mest í lægri tekju­hóp­un­um en lækkaði veru­lega hjá há­tekju­fólki.“

Jó­hann gagn­rýndi jafn­framt ný­leg­ar til­lög­ur ungliðahreyf­ing­ar Sjálf­stæðis­flokks­ins um að draga úr út­gjöld­um m.a. til mennta- og menn­ing­ar­mála. Sagði hún sjálf­stæðis­menn­ina ungu greini­lega enn hafa óbilandi trú á markaðnum þrátt fyr­ir hrun markaða. 

 Stefna á aust­ur­rísku leiðina

„Við stefn­um að því að leiða hina svo­kölluðu „aust­ur­rísku leið“ í lög, en hún snýr að heim­ild­um lög­reglu til að fjar­lægja of­beld­is­menn af heim­ili, sem kæmi þá í stað þess að fórn­ar­lömb of­beld­is­ins þurfi að yf­ir­gefa heim­ili sitt sér til vernd­ar,“sagði Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra á flokks­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar, við dynj­andi lofa­tak fund­ar­gesta.

Jó­hanna sagði að leggja verði áherslu á að hemja of­beld­is­seggi, hvort sem þeir eru inni á heim­il­um, í Vít­isengl­um eða er­lend­um glæpa­sam­tök­um. Mik­il­vægt sé að þolend­ur of­beld­is­ins beri ekki all­an fjár­hags­leg­an og and­lega skaða.

Sagði Jó­hanna, að árs­ins 2009 verði minnst sem árs­ins þegar Íslend­ing­ar tóku ákv­arðanir um að breyta stjórn­ar­hátt­um sín­um og lífs­gild­um.

„Við erum að beita okk­ur fyr­ir stefnu­breyt­ingu í skatta­mál­um, stefnu­breyt­ingu í jafn­rétt­is­mál­um, stefnu­breyt­ingu í um­hverf­is­mál­um, stefnu­breyt­ingu í sjáv­ar­út­vegs­mál­um, stefnu­breyt­ingu í mál­um stjórn­kerf­is, rétt­ar­kerf­is, stjórn­sýslu og lýðræðis, stefnu­breyt­ingu í skipu­lagi fjár­mála­stofn­ana, stefnu­breyt­ingu í sam­starfi rík­is og sveit­ar­fé­laga og stefnu­breyt­ingu í Evr­ópu­mál­um."

Ræða Jó­hönnu í heild

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert