Hindrunum verði rutt úr vegi Suðvesturlínu

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. mbl.is/Golli

Jó­hanna Sig­urðardótt­ir for­sæt­is­ráðherra sagði á flokk­stjórn­ar­fundi Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sem nú stend­ur yfir í Reykja­nes­bæ, að hún væri þess full­viss, að hindr­un­um verði fljót­lega rutt úr vegi Suðvest­ur­línu,  sem sé mik­il­vægt fyr­ir fram­kvæmd­ir á Reykja­nesi.

Jó­hanna sagðist einnig gera sér góðar von­ir um, að vinna við Búðar­háls­virkj­un hefj­ist með vor­inu en orku frá henni verði að veru­legu leyti ráðstafað til end­ur­nýjaðs ál­vers í Straums­vík. All­ar horf­ur væru  á því að Rio Tinto Alcan hefji inn­an tíðar tveggja ára verk­efni við end­ur­nýj­un raf­búnaðar í ál­ver­inu í Straums­vík sem muni skapa 600 ár­s­verk meðan á því stend­ur.

Jó­hanna sagði í ávarpi sínu á fund­in­um, að at­vinnu­mál hljóti að verða helsta bar­áttu­mál jafnaðarmanna í kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Lagði hún þar mikla áherslu á upp­bygg­ingu með hjálp vist­vænn­ar orku.  

Læra á Fés­bók

Seg­ir Sam­fylk­ing­ar­fólk sem blaðamaður hef­ur rætt við, að flokk­ur­inn líti svo á að Face­book sé til­val­inn vett­vang­ur fyr­ir flokk­inn til að kynn­ast ung­um kjós­end­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert