Fjármagnskostnaður kúabúa hækkaði um 319% á síðasta ári. Hvert kúabú skuldar að meðaltali 73 milljónir króna. Ástæðan fyrir skuldaaukningunni er að margir bændur tóku erlend lán til fjárfestinga.
Sigurður Loftsson, formaður Landssambands kúabænda, segir að þrátt fyrir að margir bændur glími við miklar skuldir viti hann ekki til þess að neitt bú hafi orðið gjaldþrota.
Sigurður segir að talið sé að um þriðjungur bænda þurfi á sérhæfðri úrlausn að halda. Það þýði ekki að þessi bú séu á fallanda fæti. Við hrun bankanna og hrun gengis krónunnar hafi eðlilegum grundvelli rekstrar verið kippt undan þeim.
Sjá nánari umfjöllun um vanda kúabænda í Morgunblaðinu í dag.