Slökkviliðið á Höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Þrjú útköll voru vegna íkveikju í blaðagámum en kveikt var í þeim við Skúlagötu, Hólabrekkuskóla og í Sorpu í Jafnaseli.
Þá fór slökkviliðið í 27 útköll vegna sjúkraflutninga en þar af voru tíu svokallaðir neyðarflutningar með forgangi.