Lögðu ekki mat á ímynd og traust

Capacent Gallup segir að í vörumerkjamælingu fyrirtækisins sé einungis mælt viðhorf þátttakenda til einstakra vörumerkja en ekki ímynd fyrirtækja. Þá sé í  mælingunni  hvergi komið inn á traust þátttakenda til einstakra fjármálastofnana, hvorki banka né sparisjóða.   

Sparisjóðirnir sendu fyrr í dag frá sér tilkynningu þar sem fullyrt var, að sparisjóðirnir væru með jákvæðustu ímynd fjármálafyrirtækja á Íslandi og var þar vísað til nýrrar vörumerkjakönnunar Capacent.

Einnig sagði í tilkynningu Sparisjóðanna, að aðrar kannanir sýndu að fáir treystu ríkisreknu bönkunum þrátt fyrir hundruða milljarða framlög til þeirra og auglýsingaherferðir, sem hafi kostað gríðarlega fjármuni á liðnum mánuðum.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert