Mótmæla Icesave

Hópurinn safnaðist saman utan við Stjórnarráðið.
Hópurinn safnaðist saman utan við Stjórnarráðið. mbl.is/Árni Sæberg

Hópur fólks stendur nú fyrir mótmælaaðgerðum í miðborg Reykjavíkur gegn Icesave-skuldbindingunum. Boðað var til mótmælanna á samskiptavefnum Facebook og ætlaði hópurinn að ganga að Alþingishúsinu eftir að hafa safnast saman við Stjórnarráðið.

Í fundarboði var tekið fram, að fólk mætti koma á framfæri skoðunum sínum varðandi málefnið. Mótmælin í dag séu þau fyrri af tveimur á dagskránni en þau seinni verði haldin á fullveldisdaginn 1. desember næstkomandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert