Samkomulag um lækkun gengisins

Sér­fræðing­ar sem Morg­un­blaðið hef­ur leitað til eru sam­mála um að nái sam­komu­lag vegna skipt­ing­ar eigna og skulda milli gamla og Nýja Lands­bank­ans fram að ganga muni það að öllu óbreyttu valda veru­leg­um nei­kvæðum þrýst­ingi á gengi krón­unn­ar.

Ramma­sam­komu­lag sem kynnt var í síðasta mánuði fel­ur meðal ann­ars í sér að Nýi Lands­bank­inn gefi út 260 millj­arða króna geng­is­tryggt skulda­bréf til tíu ára. Ljóst er að bank­inn þarf að greiða ár­lega að meðaltali 26 millj­arða króna í gjald­eyri vegna af­borg­ana, auk vaxta.

Þetta þýðir að Lands­bank­inn þarf að selja krón­ur í skipt­um fyr­ir gjald­eyri í aukn­um mæli, sem að öðru óbreyttu ætti að verða til þess að veikja gengi krón­unn­ar. Á sama tíma gríp­ur Seðlabank­inn til aðgerða til að styðja við gengið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka