Tölur tefja ESB-viðræður

ESB vill ekki þurfa þrátta um hagtölur landbúnaðarins.
ESB vill ekki þurfa þrátta um hagtölur landbúnaðarins. mbl.is/Árni Torfason

Helstu hagstærðum viðvíkjandi íslenskum landbúnaði þarf nú að safna saman upp á nýtt. Þetta verður gert á næstu misserum að kröfu Evrópusambandsins sem samþykkir ekki þau vinnubrögð að Bændasamtökin eða aðrir þeir sem hagsmuna eiga að gæta sjái um þessa hagskýrslugerð.

Magnús S. Magnússon, skrifstofustjóri hjá Hagstofu Íslands, segir þetta geta valdið því að viðræður um landbúnaðarmál í umsókn Íslendinga um aðild að ESB tefjist.

ESB þarf raunar tölur um eitt og allt í íslensku þjóðlífi. Bandalagið áformar meðal annars að gera manntal hér á landi eftir tvö ár og kanna hverjir búa í hvaða íbúð og á það að sjást með því að samkeyra þjóð- og fasteignaskrár.

Sjá nánari umfjöllun um kröfur ESB í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert