Útsala í sendiráðinu

Bandaríska sendiráðið í Reykjavík.
Bandaríska sendiráðið í Reykjavík. Sverrir Vilhelmsson

Starfsemi sendiráða er oft sveipuð ákveðinni dulúð, að minnsta kosti í huga þeirra sem hafa lesið heldur mikið af spæjarabókum. Það á þó ekki við um eitt nýjasta verkefni sendiráðs Bandaríkjanna, þ.e. að opna uppboðsvef fyrir notuð húsgögn í eigu sendiráðsins.

Á vefnum má m.a. bjóða í AEG-ryksugu sem er „Porsche Cayenne-rauð“ að lit en slíka lýsingu er erfitt að standast. Í gær stóð verð hennar í 1.500 íslenskum krónum.

Kathleen Eagen, upplýsingafulltrúi sendiráðsins, segir sendiráðinu uppálagt að selja allan notaðan búnað. Afraksturinn renni til reksturs sendiráðsins. Slíkt sé alsiða hjá bandarískum sendiráðum.

Sjá nánar í Morgunblaðinu í dag.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert