Fréttaskýring: Virkjun sjávarfalla í Breiðafirði er talin vel möguleg

Frá Breiðafirði.
Frá Breiðafirði. Gunnlaugur Árnason

Sjávarorka ehf. í Stykkishólmi bíður nú eftir rannsóknarleyfi til að halda áfram rannsóknum á virkjun sjávarfalla í Breiðafirði. Rannsóknirnar hófust árið 2001 áður en slíks leyfis var krafist. Eftir að rannsóknarleyfið fæst verða sjávarfallastraumar á tilteknum svæðum í firðinum kannaðir betur, að sögn Sigurjóns Jónssonar, framkvæmdastjóra Sjávarorku ehf. Þegar er ljóst að sjávarfallastraumar geta legið þar sitt á hvað á sama tíma og það þarf að rannsaka betur.

Niðurstöður útreikninga í sjávarfallalíkani sýna að orka í sjávarföllum í innanverðum Breiðafirði er mun minni en áður var talið. Engu að síður er talið vel mögulegt að setja niður sjávarfallavirkjun í firðinum í framtíðinni.

650 gígavattstundir á ári

Sigurjón sagði að fyrirtækið hefði stundað rannsóknirnar fyrir eigið fé auk þess sem það fékk styrk úr Orkusjóði á sínum tíma.

Hann sagði að Sjávarorka ehf. hefði áhuga á að virkja sjávarfallastraumana en slíkar framkvæmdir væru mjög dýrar. Tæknin væri í örri þróun og nokkrar tilraunavirkjanir komnar í gang í útlöndum. Enn væru sjávarfallavirkjanir þó ekki samkeppnishæfar við vatnsaflsvirkjanir, en þær yrðu það örugglega í framtíðinni. „Þetta er virkjun sem virkar þegar allir jöklar eru bráðnaðir,“ sagði Sigurjón.

Nýr íslenskur hverfill

Nýi hverfillinn er kallaður Valorka og er þróaður sérstaklega til nota neðansjávar. Hann á að geta nýtt minni straumhraða en hingað til hefur verið miðað við. Valdimar telur því að Valorkuhverfillinn geti framleitt rafmagn fyrir annesjum og í sjávarröstum við strendur landsins.

Valdimar hefur verið í samvinnu við Keili á Suðurnesjum og er með vinnustofu í nýsköpunarmiðstöðinni Eldey á Vallarheiði. Nú eru að hefjast prófanir á hverflinum í straumkeri Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Valdimar sagði að von væri á sérstökum mæli til landsins til að mæla afköst hverfilsins en slíkt mælitæki er ekki til í landinu.

Valdimar vonast til að hægt verði að ljúka kerprófunum á næsta ári. Þá verður næsta skref að smíða frumgerð til prófunar í sjó. Ef allt gengur eftir ætti að vera hægt að hefja sjóprófanir síðla næsta árs eða á árinu 2011.

Í hnotskurn

Séð yfir Breiðafjörð.
Séð yfir Breiðafjörð. mats.is
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert