Bílvelta við Borgarnes í nótt

Tvö umferðaróhöpp urðu nálægt Borgarnesi í gærkvöld og nótt. Þau eru í hópi að minnsta kosti fimm annarra umferðaróhappa og slysa sem urðu síðasta sólarhringinn vegna mikillar hálku. Um áttaleytið í gærkvöldi missti ökumaður stjórn á bíl sínum á Vesturlandsvegi norðan Borgarness og hafnaði utan vegar. Engin slys urðu þar á fólki. Varla var þar stætt á veginum vegna hálku, að sögn lögreglu.

Þá varð bílvelta um klukkan hálfeitt í nótt á svipuðum slóðum. Ökumaður var einn í bílnum og hlaut hann einhver minniháttar meiðsl. Þó ekki meiri en svo að hann gat sjálfur komið sér á spítala til aðhlynningar. Sá bíll var töluvert mikið skemmdur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert