Grunuð um stórfelldan fjárdrátt hjá Kaupþingi

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Kona sem vann árum sam­an við eign­a­stýr­ingu hjá Gamla Kaupþingi var í sum­ar kærð til efna­hags­brota­deild­ar lög­reglu vegna gruns um fjár­drátt. Um mikl­ar töl­ur mun vera að tefla.

Þetta kom fram í frétt­um Sjón­varps­ins, sem sagði, að kon­an hefði höndlað með skulda­bréf og víxla fyr­ir af­markaðan hóp viðskipta­vina en fyr­ir­tæki voru ekki þar á meðal. Meint­ur fjár­drátt­ur kom í ljós eft­ir fall Kaupþings banka fyr­ir ári þegar Nýja Kaupþing, sem nú heit­ir Ari­on, tók við.

Jó­hann­es Rún­ar Jó­hann­es­son sem sit­ur í skila­nefnd Kaupþings vildi í sam­tali við Morg­un­blaðið, ekki upp­lýsa hve mikla fjár­muni kon­an er grunuð um að hafa svikið út né staðfesta að um hundruðir millj­óna væri að ræða eins og Sjón­varpið hélt fram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert