Grunuð um stórfelldan fjárdrátt hjá Kaupþingi

Kaupþing
Kaupþing mbl.is/Ómar

Kona sem vann árum saman við eignastýringu hjá Gamla Kaupþingi var í sumar kærð til efnahagsbrotadeildar lögreglu vegna gruns um fjárdrátt. Um miklar tölur mun vera að tefla.

Þetta kom fram í fréttum Sjónvarpsins, sem sagði, að konan hefði höndlað með skuldabréf og víxla fyrir afmarkaðan hóp viðskiptavina en fyrirtæki voru ekki þar á meðal. Meintur fjárdráttur kom í ljós eftir fall Kaupþings banka fyrir ári þegar Nýja Kaupþing, sem nú heitir Arion, tók við.

Jóhannes Rúnar Jóhannesson sem situr í skilanefnd Kaupþings vildi í samtali við Morgunblaðið, ekki upplýsa hve mikla fjármuni konan er grunuð um að hafa svikið út né staðfesta að um hundruðir milljóna væri að ræða eins og Sjónvarpið hélt fram.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka