Össur í höfuðborg spænsks sjávarútvegs

Össur hitti m.a. Corinu Porro, hafnarstjóra í Vigo.
Össur hitti m.a. Corinu Porro, hafnarstjóra í Vigo.

Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra hefur undanfarna daga verið í vinnuheimsókn á Spáni, þar sem hann hefur fundað með spænskum ráðamönnum og kynnt sér spænskan sjávarútveg. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.

Spánverjar taka eins og kunnugt er við formennsku í Evrópusambandinu af Svíum um næstu áramót.

„Utanríkisráðherra átti kvöldverðarfund með Miguel Angel Moratinos utanríkisráðherra og æðstu embættismönnum ráðuneytisins.

Hann átti einnig fund með Evrópumálaráðherranum Diego Lopez Garrido í Madrid og var boðið í spænska þingið þar sem hann átti fund með formanni evrópunefndar þingsins, Manuel Arias Canete og oddvita sósíalistaflokksins í nefndinni, Juan Moscoso.

Þá fundaði ráðherra og fylgdarlið með forystumönnum spænska vinnuveitendasambandsins og sérfræðingum í sjávarútvegsráðuneytinu.

Þá hélt  utanríkisráðherra til Vigo á norð-vesturströnd Spánar þar sem eru höfuðstöðvar spænsks sjávarútvegs.

Þar hitti hann forystumenn útgerðarmanna og fiskiðnaðarins, borgarstjóra Vigo og hafnarstjóra og athafnamenn sem eru í viðskiptum við íslensk fyrirtæki. Í Vigo átti ráðherra fundi með formanni og framkvæmdastjóra samtaka útvegsmanna, forystumönnum fiskiðnaðarins, og fulltrúum íslenskra fiskútflytjenda. Þá hitti hann Abel Caballero borgarstjóra Vigo og Corinu Porro hafnarstjóra sem áður var borgarstjóri. Þá átti ráðherra fund með Alfonso Paz-Andrade varaforseta Pescanova og upphafsmanni sjávarútvegssýningarinnar í Vigo,“ segir um ferðir Össurar í tilkynningunni.

Össur Skarphéðinsson og Martin Eyjólfsson spjalla við fiskverkamann á höfninni …
Össur Skarphéðinsson og Martin Eyjólfsson spjalla við fiskverkamann á höfninni í Vigo. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Össur ásamt föruneyti með formanni og framkvæmdastjóra samtaka spænskra útvegsmanna.
Össur ásamt föruneyti með formanni og framkvæmdastjóra samtaka spænskra útvegsmanna. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Össur og föruneyti ásamt forsvarsmönnum fiskiðnaðarins í Vigo og fulltrúum …
Össur og föruneyti ásamt forsvarsmönnum fiskiðnaðarins í Vigo og fulltrúum íslenskra fiskútflytjenda. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka