Vilja fund um haustrall Hafró

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins í sjávarútvegsnefnd Alþingis hafa óskað formlega eftir fundi í nefndinni til að fara yfir niðurstöður nýrrar  stofnmælingar botnfiska að haustlagi, svonefnt haustrall.   

Fram kemur í bréfi, sem Einar K. Guðfinnsson hefur sent Atla Gíslasyni, formanni nefndarinnar, að af skýrslunni megi ráða að tilefni sé fyrir nefndina til þess að kynna sér hana til þess að gera sér sem best grein fyrir efni hennar og hvaða ályktanir megi draga um ástand mikilvægra fiskistofna.

Í tilkynningu, sem Hafrannsóknastofnun sendi frá sér í síðustu viku, segir að heildarvísitala stofnsins mælist nú örlítið hærri en fyrir ári, en þá hafði hún ekki verið hærri frá því haustmælingar hófust árið 1996. 

Sagði Hafró að  hækkandi vísitölu megi að hluta rekja til lækkandi veiðidánartölu á undanförnum árum vegna veiðisamdráttar.

Lengdarmælingar þorsks sýna að enn meira er af þorski sem er stærri en 70 sentimetrar nú en í fyrra, en þá hafði ekki sést meira af svo stórum þorski frá upphafi mælinga. Þá er þyngd þorsksins einnig yfir meðallagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert